Víkingarnir Magnús Jóhann Hjartarson og Nevena Tasic fögnuðu sigri í einliðaleik á Coca-Cola-mótinu í borðtennis sem fram fór í TBR-íþróttahúsinu í Reykjavík í gær.
Magnús lagði Beds Norbu úr KR að velli í úrslitaleiknum karlamegin en Nevena vann Stellu Kareni Kristjánsdóttur úr Víkingi í úrslitaleiknum kvennamegin.
Daníel Bergmann úr Víkingi varð hlutskarpastur í 1. flokki karla og Stella Karen Kristjánsdóttir úr Víkingi fagnaði sigri í 1. flokki kvenna.
Damien Kassakowski úr BR fagnaði sigri í 2. flokki karla og í eldri flokki karla var það Jón Gunnarsson úr BR sem fór með sigur af hólmi.