Styrktu stöðu sína á toppnum

Alba Hernández, upspilari Þróttar, í baráttu um boltann við Astrid …
Alba Hernández, upspilari Þróttar, í baráttu um boltann við Astrid Ericsson og Maríu Rún Karlsdóttur. Ljósmynd/Sigga Þrúða

Afturelding tyllti sér á toppinn í úrvalsdeild kvenna í blaki þegar liðið mætti Þrótti úr Fjarðabyggð í tveimur leikjum á Neskaupsstað um helgina.

Fyrri leik liðanna lauk með 3:1-sigri Aftureldingar þar sem Thelma Dögg Grétarsdóttir skoraði 20 stig fyrir Aftureldingu og María Rún Karlsdóttir skoraði 12 stig. Hjá Þrótti skoraði Paula Miguel 9 stig og Heiða Elísabet Gunnarsdóttir 8 stig.

Síðari leiknum lauk með með 3:0-sigri Aftureldingar þar sem Thelma Dögg og María Rún voru aftur stigahæstar hjá Aftureldingu og Paula Miguel og Heiða Elísabet hjá Þrótti.

Afturelding fór með sigrinum upp í efsta sæti deildarinnar í 39 stig en Þróttur er í þriðja sætinu með 19 stig.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert