Þurfti að þíða á sér getnaðarliminn

Remi Lindholm hafnaði í 37. sæti í göngunni á laugardaginn.
Remi Lindholm hafnaði í 37. sæti í göngunni á laugardaginn. AFP

Finnski skíðagöngumaðurinn Remi Lindholm lenti í miklum ógöngum í 30 kílómetra skíðagöngu karla á Vetrarólympíuleikunum í Peking á laugardaginn.

Upphaflega áttu keppendur að ganga 50 kílómetra en vegalengdin var stytt um 20 kílómetra vegna mikils frosts og vindkælingar í Zhangjiakou þar sem keppnin fór fram.

„Þið megið giska einu sinni hvaða líkamspartur var hálffrosinn þegar ég komst í mark,“ sagði Lindholm í samtali við finnska miðilinn Iltalehti.

„Þetta var einhver versta keppni sem ég hef tekið þátt í. Þetta snérist fyrst og fremst um það að koma sér yfir marklínuna.

Ég notaði hitapoka til þess að þíða typpið á mér og þegar það fór loksins að þiðna þá fann ég fyrir einhverjum versta sársauka sem ég hef fundið fyrir á ævinni,“ sagði Lindholm sem endaði í 37. sæti í göngunni.

Finnskir fjölmiðlar hafa skemmt sér vel yfir atvikinu en Lindholm lenti í svipuðu atviki í keppni í Ruka í Finnlandi á síðasta ári.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert