Ótrúlegt að fólk skuli búa á Íslandi

„Fyrsta árið úti í Sviss var algjörlega geggjað,“ sagði Þuríður Erla Helgadóttir, lyftinga- og crossfitkona, í Dagmálum, frétta- og menningarlífsþætti Morgunblaðsins.

Þuríður Erla, sem er þrítug, er uppalin í Kópavogi en árið 2018 ákvað hún að flytja til Zug í Sviss ásamt kærasta sínum.

Þar hefur hún búið síðan og stundað sína vinnu sem snýst fyrst og fremst um lyftingar og crossfit.

„Veðrið þarna er geggjað líka, sérstaklega miðað við Ísland, og það er í raun ótrúlegt að fólk skuli búa hérna miðað við veðurfarið,“ sagði Þuríður Erla.

„Það er alltaf logn í Sviss, þú ert með alla þessa fjallgarða og öll þessi vötn, og það var auðvitað frábært að æfa þarna fyrir heimsleikana líka,“ sagði Þuríður Erla meðal annars. 

Viðtalið við Þuríði Erlu í heild sinni má nálgast með því að smella hér.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert