Golfgoðsögn látin

Kyi Hla Han árið 1999.
Kyi Hla Han árið 1999. AFP

Kyi Hla Han, eitt stærsta nafnið í asísku golfi, er látinn, 61 árs að aldri.

Hann lést af völdum vandamála í tengslum við krabbameinsmeðferð.

Kyi Hla Han, sem var á sínum tíma í efsta sæti asísku mótaraðarinnar, hætti keppnisgolfi árið 2004.

„Asískt golf hefur misst einn merkasta leikmann sinn, -persónuleika og -leiðtoga,“ sagði framkvæmdastjóri asísku mótaraðarinnar, Cho Minn Thant.

Kyi Hla Han var fulltrúi Mjanmar á fimm heimsmeistaramótum og beittti sér mjög fyrir vexti golfíþróttarinnar í Asíu eftir hann lagði kylfurnar á hilluna.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert