Finnar draga sig úr keppni í Rússlandi

Finnar fagna sigri á Rússum í úrslitaleik íshokkíkeppni karla á …
Finnar fagna sigri á Rússum í úrslitaleik íshokkíkeppni karla á vetrarólympíuleikunum í Peking. Þeir ætla ekki með bandílið sín til Rússlands. AFP

Finnar tilkynntu í dag að þeir hefðu dregið karlalandslið sitt í bandí út úr heimsmeistaramótinu í íþróttinni sem á að fara fram í Rússlandi dagana 27. mars til 3. apríl.

Í yfirlýsingu frá finnska bandísambandinu segir að öryggi sé ekki til staðar í Rússlandi vegna vaxandi hernaðarumsvifa landsins í Úkraínu. Ábyrgð sambandsins sé að tryggja öryggi finnskra ríkisborgara og þess vegna hafi verið ákveðið að draga liðið úr keppni, en ákvörðunin gildir einnig um 17 ára landslið pilta þar sem heimsmeistaramótið í þeim aldursflokki á einnig að fara fram í Rússlandi mánuði síðar.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert