Á meðal efstu manna í Suður-Afríku

Haraldur Franklín Magnús hefur spilað frábært golf í Suður-Afríku.
Haraldur Franklín Magnús hefur spilað frábært golf í Suður-Afríku. mbl.is/Kristinn Magnússon

Atvinnukylfingurinn Haraldur Franklín Magnús úr GR spilaði frábært golf á öðrum hring sínum á Johnson Workwear-mótinu í Durban í Suður-Afríku í dag.

Haraldur lék hringinn á 66 höggum eða fjórum höggum undir pari vallarins en hann fékk fimm fugla á hringnum og einn skolla.

Íslenski kylfingurinn lék fyrsta hringinn í gær á fjórum höggum undir pari líkt og í dag og er á samtals átta höggum undir pari í 8.-11. sæti.

Heimamennirnir JC Ritchie og Jbe Kruger hafa verið í sérflokku á mótinu til þessa en Ritchie er á samtals 18 höggum undir pari í efsta sætinu og Kruger er í öðru sætinu á 12 höggum undir pari.

Örfáir kylfingar eiga ennþá eftir að ljúka leik en það er ljóst að Haraldur kemst örugglega í gegnum niðurkurðinn sem miðast við fjögur högg undir pari.

Haraldur verður því áfram í eldlínunni í Suður-Afríku á morgun og á sunnudaginn þegar tveir hringir verða leiknir til viðbótar.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert