Þýski tennisleikarinn Alexander Zverev fær ekki tækifæri til þess að verja titil sinn í einliðaleik karla á Opna mexíkóska meistaramótinu í tennis sem fram fer í Acapulco eftir að honum var vísað úr keppni á mótinu í vikunni.
Zverev, sem er 24 ára gamall, missti algjörlega hausinn eftir að hafa fallið úr keppni í tvíliðaleik á mótinu ásamt Marcelo Melo en hann barði tennisspaða sínum ítrekað í stól dómarans að leik loknum.
Hann var einnig sektaður um fimm milljónir íslenskra króna fyrir athæfið og þá missir hann einnig af verðlaunafé sínu á mótinu, um 3,8 milljónum íslenskra króna.
Zverev er sem stendur í þriðja sæti heimslistans, á eftir þeim Danill Medvedev og Novak Djokovic, en Zverev fagnaði sigri í einliðaleik karla á Ólympíuleikunum í Tókýó síðasta sumar.
Alexander Zverev has been THROWN OUT of the Mexican Open for attacking the umpire's chair at the end of his doubles match 😮😮😮 pic.twitter.com/CWhQ1r6kwj
— Amazon Prime Video Sport (@primevideosport) February 23, 2022