Neitaði að trúa þessu

Jón Axel Guðmundsson í leiknum gegn Rússum í nóvember í …
Jón Axel Guðmundsson í leiknum gegn Rússum í nóvember í undankeppni HM. Ljósmynd/FIBA

Það er þyngra en tárum taki að fylgjast með því sem er að gerast í Úkraínu þessa stundina. Ég sat í mestu makindum mínum að textalýsa leik Bandaríkjanna og Íslands í alþjóðlega kvennamótinu She Believes Cup þegar ég sá frétt á forsíðu mbl.is um að innrás Rússa væri hafin.

Tveir kollegar mínir á Morgunblaðinu voru sannfærðir um það um síðustu helgi að Rússar myndu gera innrás en ég neitaði sjálfur að trúa því, þangað til á fimmtudaginn.

Sem starfandi fjölmiðlamaður, sem eyðir allt of miklum tíma í vinnunni, þá fær maður fréttaflutning af öllu því sem gerist í Úkraínu beint í æð. Á sama tíma birtast reglulega myndbönd og myndir á samfélagsmiðlum af ástandinu í Úkraínu og ástandið er átakanlegt í orðsins fyllstu merkingu.

Bakvörð Bjarna í heild sinni er að finna í Morgunblaðinu í dag

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert