Vladímír Pútín Rússlandsforseti er ekki lengur heiðursforseti Alþjóða júdósambandsins vegna fyrirskipana hans um innrás Rússlandshers í Úkraínu. Sambandið staðfesti tíðindin í dag.
Pútín, sem er mikill áhugamaður um júdó, er með svarta beltið í íþróttinni. Þá hefur hann skrifað bækur um júdó.
Hætt hefur verið við keppnir á vegum sambandsins í Rússlandi en eitt stærsta mót tímabilsins í íþróttinni átti að fara fram í Kazan í maí.