Pútín rekinn sem heiðursforseti

Vladimír Pútin er ekki lengur heiðursforseti Alþjóða júdósambandsins.
Vladimír Pútin er ekki lengur heiðursforseti Alþjóða júdósambandsins. AFP

Vladímír Pútín Rússlandsforseti er ekki lengur heiðursforseti Alþjóða júdósambandsins vegna fyrirskipana hans um innrás Rússlandshers í Úkraínu. Sambandið staðfesti tíðindin í dag.

Pútín, sem er mikill áhugamaður um júdó, er með svarta beltið í íþróttinni. Þá hefur hann skrifað bækur um júdó.

Hætt hefur verið við keppnir á vegum sambandsins í Rússlandi en eitt stærsta mót tímabilsins í íþróttinni átti að fara fram í Kazan í maí.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert