Fá að keppa í Peking

Andrew Parsons, forseti Alþjóðaólympíunefndar fatlaðra.
Andrew Parsons, forseti Alþjóðaólympíunefndar fatlaðra. mbl.is/Víðir Sigurðsson

Alþjóðaólympíunefnd fatlaðra, IPC, hefur tilkynnt að íþróttafólki frá Rússlandi og Hvíta-Rússlandi verði heimilt að keppa á Winter Paralympics í Peking að þeim skilyrðum uppfylltum að það keppi á hlutlausum grundvelli.

Það felur í sér að keppendur frá löndunum tveimur munu keppa undir fána Paralympics í stað fána Rússa og Hvít-Rússa auk þess sem löndin verða ekki á lista yfir hve mörg verðlaun falla hverju landi í skaut.

Andrew Parsons, forseti IPC, segir um að ræða „ströngustu mögulega refsingu“ sem nefndin sé fær um að beita samkvæmt reglugerðum sínum.

Setningarathöfn Winter Paralympics fer fram næstkomandi föstudag, þann 4. mars.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert