„Þú ert að fara að missa sjónina vinur“

„Ég sest í stólinn hjá augnlækninum sem skoðar mig vel og auðvitað augun í mér,“ sagði spretthlauparinn og Ólympíufarinn Patrekur Andrés Axelsson í Dagmálum, frétta- og menningarlífsþætti Morgunblaðsins.

Patrekur, sem er 28 ára gamall, var einungis tvítugur þegar hann var greindur með Leber, arfgengan augnsjúkdóm.

Hann missti sjónina á sex mánuðum og er með 5% sjón í dag en þrátt fyrir þær hindranir sem lagðar hafa verið fyrir hann hefur hann ekki látið þær stoppa sig og er á meðal spretthörðustu manna landsins í dag.

„Þú ert að fara að missa sjónina vinur segir augnlæknirinn svo við mig,“ sagði Patrekur.

„Ég tók smá tíma í að meðtaka þetta og svo bara hágrét ég yfir þessum fréttum. Þetta var ekki alveg það sem ég átti von á, nýkominn á tvítugsaldurinn.

Ég var í skóla, vinnu og fótbolta á þessum tíma og hann bað mig um að hætta í bæði vinnunni og fótboltanum til þess að reyna að hægja á sjúkdómnum,“ sagði Patrekur meðal annars.

Viðtalið við Patrek í heild sinni má nálgast með því að smella hér.

Hér er hægt að fylgja Patreki á samfélagsmiðlinum Instagram.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert