Eyddi nóttinni í að slá af sér lúsmý

„Ég ákvað að fara upp í sumarbústaðinn okkar í Reykholti til þess að spara mér aðeins keyrsluna á keppnisdeginum sjálfum,“ sagði langhlauparinn Andrea Kolbeinsdóttir í Dagmálum, frétta- og menningarlífsþætti Morgunblaðsins.

Andrea, sem er 23 ára, kom fyrst í mark í Laugavegshlaupinu á síðasta ári en hún setti brautarmet í kvennaflokki í hlaupinu þegar hún hljóp á tímanum 4:55 klukkustundum.

Andrea er einnig ríkjandi Íslandsmeistari í maraþonhlaupi og þá kom hún fyrst í mark í Fossavatnsgöngunni, elstu gönguskíðakeppni landsins, sem fram fór á Ísafirði á dögunum.

„Ég hafði ekkert verið í bústaðnum um sumarið og þegar að við komum er allt í lúsmýi,“ sagði Andrea.

„Ég eyddi nóttinni í það að slá af mér lúsmý og ofan á það þá var ég stressuð fyrir hlaupinu líka. 

Ég endaði á því að sofa í tvo tíma í skottinu á bílnum enda voru engar flugur þar en sem betur fer þá fann ég ekki fyrir neinni þreytu í hlaupinu sjálfu,“ sagði Andrea meðal annars.

Viðtalið við Andreu í heild sinni má nálgast með því að smella hér.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert