776 börn skráð á Andrésarleikana

Leikarnir verða haldnir eftir tveggja ára hlé.
Leikarnir verða haldnir eftir tveggja ára hlé. Ljósmynd/Pedrómyndir

Andrésarleikarnir í skíðaíþróttum verða haldnir af Skíðafélagi Akureyrar í Hlíðarfjalli við Akureyri dagana 20.-23. apríl en leikunum hefur verið frestað síðustu tvö ár vegna Covid-19.

Nú eru 776 börn skráð frá 18 félögum á Íslandi segir í tilkynningu. Flestir iðkendur koma frá heimamönnum í Skíðafélagi Akureyrar eða 134 keppendur.  

Andrés önd skemmtir börnunum.
Andrés önd skemmtir börnunum. Ljósmynd/Pedrómyndir

Um langt skeið hefur verið keppt bæði í alpagreinum skíðaíþrótta sem og skíðagöngu, en árið 2012 var í fyrsta skipti keppt á snjóbrettum og hefur sú grein verið að eflast og stækka innan leikanna.

Einnig hefur verið keppt í svokölluðum stjörnuflokki um nokkurra ára skeið, en þar keppa fatlaðir eða hreyfihamlaðir íþróttamenn.

Í heildina eru 580 þátttakendur skráðir í alpagreinar, 138 í skíðagöngu og 76 í brettakeppnina. Af þessum eru þrír skráðir í stjörnuflokk.

54 börn á aldrinum 4 til 5 ára

Nú eru einnig 4 og 5 ára börnum er boðið að taka þátt í leikunum. Þessi börn taka þátt í leikjabraut þar sem allt snýst um að vera með og skemmta sér, en ekki að sigra. 

Allir þátttakendur í leikjabraut fá verðlaun fyrir þátttökuna. Í ár eru 54 börn á þessum aldri skráð til leiks.

Þá segir í tilkynningunni að eftir örlítið rysjóttan skíðavetur um allt land eru aðstæður í Hlíðarfjalli nú með góðu móti og snjómagn í meðallagi. 

Leikarnir verða settir í Íþróttahöllinni á Akureyri miðvikudagskvöldið 19. apríl að lokinni skrúðgöngu allra þátttakenda frá íþróttasvæði KA kl 19.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert