Andrea og Arnar Íslandsmeistarar

Andrea Kolbeinsdóttir fagnar eftir að hafa komið fyrst í mark.
Andrea Kolbeinsdóttir fagnar eftir að hafa komið fyrst í mark. mbl.is/Óttar Geirsson

Í hádeginu í dag fór fram Meistaramót Íslands í 5 kílómetra götuhlaupi samhliða Víðavangshlaupi ÍR. Íslandsmeistari kvenna varð Andrea Kolbeinsdóttir úr ÍR og Íslandsmeistari karla varð Arnar Pétursson úr Breiðabliki.

Hlaupið fór fram í miðbæ Reykjavíkur þar sem rás og endamark var í Pósthússtræti.

Andrea kom fyrst í mark á tímanum 17:09 mínútum. Í öðru sæti var Íris Anna Skúladóttir úr FH á 17:24 mínútum og Íris Dóra Snorradóttir, einnig úr FH varð þriðja á 18:31 mínútu.

Karla megin kom Arnar Pétursson sannfærandi fyrstur í mark á tímanum 15:24 mínútum. Í öðru sæti var Kristinn Þór Kristinsson úr Selfossi á 16:03 mínútum og í þriðja sæti var Jökull Bjarkason úr ÍR á 16:06 mínútum.

Arnar Pétursson sáttur eftir að hafa komið fyrstur í mark.
Arnar Pétursson sáttur eftir að hafa komið fyrstur í mark. mbl.is/Óttar Geirsson
Andrea hvílir lúin bein eftir sprettinn.
Andrea hvílir lúin bein eftir sprettinn. mbl.is/Óttar Geirsson
Arnar fagnar ásamt foreldrum sínum.
Arnar fagnar ásamt foreldrum sínum. mbl.is/Óttar Geirsson
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert