Helen og Sigurður fögnuðu sigri

Sigurður Örn Ragnarsson vann í karlaflokki.
Sigurður Örn Ragnarsson vann í karlaflokki. Ljósmynd/Ægir3

Keppnistímabilið í þríþraut hófst í dag þegar ofursprettþrautin í Kópavogi fór fram. Þetta var 18. árið í röð sem keppnin er haldin en í henni eru syntir 400m í Kópavogslaug, hjólaðir fjórir hringir um Kársnses, samtals 10,5km, og að lokum hlaupnir 3,5km.

Aðstæður voru ágætar í morgun og góðir tímar náðust í brautinni. Í kvennaflokki sigraði Helen Ólafsdóttir úr Ægi á tímanum 42 mínútur og 52 sekúndur. Í 2. sæti varð Sigurlaug Helgadóttir úr Ægi og í 3. sæti varð Valerie Helene Maier úr Sundfélagi Hafnarfjarðar. 

Í karlaflokki sigraði Sigurður Örn Ragnarsson á tímanum 33 mínútur og 52 sekúndur, í 2. sæti varð Bjarni Jakob Gunnarsson og í 3. sæti varð Stefán Karl Sævarsson en þeir keppa allir fyrir Breiðablik.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert