Guðrún Karítas Hallgrímsdóttir úr ÍR varð um helgina svæðismeistari háskóla í sleggjukasti í Richmond í Virginíu þegar hún sigraði í greininni með 59,55 metra kasti.
Það er næstlengsta kast hennar á ferlinum. Guðrún fékk viðurkenningu fyrir framúrskarandi árangur nýliða á mótinu.
Guðrún, sem er tvítug, er á fyrsta ári í Virginia Commonwelth háskólanum og náði þar sínum besta árangri í aprílmánuði þegar hún kastaði 60,14 metra, sem er skólamet.
Hún er þriðji besti sleggjukastari Íslands í kvennaflokki frá upphafi en aðeins Elísabet Rut Rúnarsdóttir, 64,39 metrar, og Vigdís Jónsdóttir, 63,44 metrar, hafa náð betri árangri í greininni.