Ólympíufarar í frjálsum íþróttum heiðraðir

Ólympíufararnir 20 ásamt formanni og varaformanni FRÍ.
Ólympíufararnir 20 ásamt formanni og varaformanni FRÍ. Ljósmynd/FRÍ

Laugardaginn 28. maí var haldið 75 ára afmælishóf Frjálsíþróttasambands Íslands í Selfosshöllinni á Selfossi þar sem keppendur Íslands í frjálsíþróttum á Ólympíuleikum voru heiðraðir sérstaklega.

Alls hafa 65 frjálsíþróttamenn keppt undir fána Íslands á Ólympíuleikum. Af þessum 65 eru 30 nú látnir, 15 gátu ekki mætt á afmælishófið en alls tóku 20 Ólympíufarar við sínum heiðursviðurkenningum.

Á myndinni sem sjá má hér fyrir ofan eru:

Efri röð frá vinstri: Pétur Guðmundsson, Kristján Harðarson, Lára Sveinsdóttir, Vala Flosadóttir, Jón Arnar Magnússon, Kári Steinn Karlsson, Bergur Ingi Pétursson, Oddur Sigurðsson, Erlendur Valdimarsson, Guðni Valur Guðnason. 

Neðri röð frá vinstri: Aðalbjörg Hafsteinsdóttir varaformaður FRÍ, Bjarni G. Stefánsson, Þórdís Gísladóttir, Helga Halldórsdóttir, Einar Vilhjálmsson, Vésteinn Hafsteinsson, Jón Pétursson, Óðinn Björn Þorsteinsson, Jón Þ. Ólafsson, Íris Grönfeldt, Sigurður Einarsson, Freyr Ólafsson formaður FRÍ.

Á heimasíðu FRÍ má sjá heildar lista yfir alla Ólympíufara, hvenær og hvar þeir kepptu og í hvaða keppnisgreinum, raðað í tímaröð eftir því hvenær viðkomandi keppti fyrst.

Að loknu Selfoss Classic, 75 ára afmælismóti FRÍ um síðustu helgi, var svo tilkynnt um um Guðmundar Kristins Jónssonar sem nýs heiðursfélaga FRÍ.

Guðmundur Kristinn Jónsson glaðbeittur eftir að hann var kjörinn nýr …
Guðmundur Kristinn Jónsson glaðbeittur eftir að hann var kjörinn nýr heiðursfélagi FRÍ. Ljósmynd/FRÍ
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert