Anton og Snæfríður keppa á HM

Snæfríður Sól Jórunnardóttir og Anton Sveinn McKee við keppnislaugina í …
Snæfríður Sól Jórunnardóttir og Anton Sveinn McKee við keppnislaugina í Búdapest. Ljósmynd/SSÍ

Anton Sveinn McKee og Snæfríður Sól Jórunnardóttir verða fulltrúar Íslands á heimsmeistaramótinu í sundi sem hefst í Búdapest í fyrramálið.

Anton og Snæfríður kepptu bæði fyrir Íslands hönd á Ólympíuleikunum í Tókýó á síðasta ári og þau hafa verið við æfingar í Búdapest síðan á þriðjudag. Með þeim í för eru Eyleifur Jóhannesson landsliðsþjálfari og Hlynur Skagfjörð Sigurðsson sjúkraþjálfari.

Anton keppir í fyrramálið í undanrásum í 100 metra bringusundi karla og aftur síðdegis ef hann kemst í undanúrslit.

Snæfríður keppir í 200 og 100 metra skriðsundi á mánudag og miðvikudag og Anton í 200 metra bringusundi á miðvikudaginn.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert