Snæfellsjökulshlaupið fór fram í dag og mættu 213 keppendur til leiks. Lagt var upp frá Arnarstapa, hlaupið yfir jökulháls og endað í Ólafsvík.
Andrea Kolbeinsdóttir kom fyrst í mark í kvennaflokki á nýju brautarmeti. Hún hljóp á 1:42,47 klukkutíma.
Í karlaflokki fór hinn tvítugi bandaríkjamaður Cole Nash með sigur af hólmi en hann hljóp á 1:35,23 klukkutíma. Jörundur Frímann Jónsson kom tæpum tveimur mínútum á eftir honum í mark og Snorri Björnsson varð þriðji.