Baldvin Þór Magnússon úr UFA vann í dag 1.500 metra hlaup karla á Meistaramóti Íslands í frjálsíþróttum sem fer fram í Kaplakrika um helgina.
Baldvin kom í mark á tímanum 4:06,60 mínútur og fékk 778 afreksstig. Það var mikill vindur og því heldur erfiðar hlaupaðstæður.
„Maður var ekkert eftir tíma í dag þar sem það var svo mikill vindur. En ég er sáttur með hvernig hlaupið fór og það var sérlega gaman að fá að keppa á Íslandi í týpísku íslensku veðri. Þetta var fínt hlaup.
Aðaltilgangurinn var bara að taka þátt og sýna sig aðeins á Íslandi.“
Og hvað er framhaldið?
Ég ætla að sjá til hvernig sumarið fer. En ég veit ekki hvort ég geri mikið meira í sumar þar sem ég er búinn að vera í basli við smá meiðsli ásamt því að fá Covid-sjúkdóminn. Þannig ég er búinn að missa formið aðeins. Ég held að ég byggi bara upp fyrir næsta tímabil,“ sagði Baldvin í stuttu samtali við mbl.is.
Hlynur Ólafsson úr FH var annar og kom í mark á tímanum 5:11,56 mínútur.
Í 1500 metra hlaupi kvenna endaði Íris Anna Skúladóttir úr FH fyrst með tímann 4,52,81 mínútur.
í öðru sæti var önnur úr Íris úr FH, hún Íris Dóra Snorradóttir. Hún hljóp á tímanum 5,01,05 mínútur