Lindsey Vonn, ein sigursælasta skíðakona heims, skellti sér í þyrluskíðun á Tröllaskaganum á dögunum.
Vonn, sem er 37 ára gömul, hætti keppni í febrúar árið 2019 eftir þrálát meiðsli en hún keppti í 19 tímabil í heimsbikarnum.
Hún er sigursælasta skíðakona í sögu heimsbikarsins með 82 sigra en samlanda hennar frá Bandaríkjunum, Mikaela Shiffrin, kemur þar á eftir með 74 sigra.
Vonn vann til gullverðlauna í bruni á Ólympíuleikunum í Vancouver árið 2010 og þá hefur hún tvívegis orðið heimsmeistari á ferlinum, í bæði skiptin í Val-d'lsére í Frakklandi árið 2009 í bruni og stórsvigi.
„Ég hef heimsótt mörg fjöll en þetta var ógleymanleg lífsreynsla. Skíðað rétt eftir miðnætti á Íslandi,“ skrifaði Vonn meðal annars í færslu sem hún birti á samfélagsmiðlinum Instagram.