Pakkað á á Fan-zone-inu

Það eru tuttugu og sex gráður og skýjað í Manchester, …
Það eru tuttugu og sex gráður og skýjað í Manchester, fullkomnar aðstæður til að horfa á fótbolta úti. mbl.is/Elín

Aðdáendasvæðið í Piccadilly-garði í miðbæ Manchester-borg er þétt setið eins og stendur og biðröð hefur myndast fyrir utan. 

Leikur Englands og Noregs stendur yfir og heimamenn hafa fjölmennt á aðdáendasvæðið. Í hálfleik er staðan 6:0 fyrir Englandi og óhætt að segja að leikurinn hefur verið algjör markaveisla. 

Ellen White, framherji í landsliði Englands, skoraði tvö mörk í fyrri hálfleik og nálgast hún markamet Wayne Rooneys fyrir landslið Englands óðfluga. 

Bekkirnir eru þétt setnir á fan-zone-inu.
Bekkirnir eru þétt setnir á fan-zone-inu. mbl.is/Elín
Leikurinn er algjör markaveisla.
Leikurinn er algjör markaveisla. mbl.is/Elín
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert