Þakklát fyrir tækifærið

Áslaug Munda Gunnlaugsdóttir.
Áslaug Munda Gunnlaugsdóttir. mbl.is/Eggert Jóhannesson

„Þetta var baráttuleikur. Við vorum þéttar fyrir – þær lágu svolítið á okkur en það er mikil barátta í liðinu og ég er mjög stolt af þeim,“ segir Áslaug Munda Gunnlaugsdóttir, vararmaður í landsliði Íslands í knattspyrnu, að leik Íslands og Ítalíu loknum. 

Áslaug kom inn á völlinn í lok leiksins, á áttugustu og sjöundu mínútu. Spurð hvernig henni þótti að koma inn í fyrsta skipti á stórmótinu sagðist hún ánægð með að hafa fengið tækifærið þrátt fyrir að það hafi verið stutt spil. 

Áslaug er, líkt og áður hefur verið greint frá á mbl.is, með stórt fylgdarlið með sér á mótinu, alls fjörtíu manns. Hún segist ótrúlega þakklát fyrir fjölskylduna. „Þau eru bara ótrúleg. Mér finnst mjög gaman að heyra í þeim og vita af þeim,“ segir hún. 

„Ég er bara spennt fyrir næsta leik. Þetta verður erfiður leikur en við vitum hvað er undir en við mætum tvíefldar í þann leik,“ segir Áslaug spurð hvernig hún sé stemmd í leik Íslands gegn Frakklandi á mánudaginn.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert