Arnar og Andrea unnu Laugavegshlaupið

Arnar Pétursson kom fyrstur í mark.
Arnar Pétursson kom fyrstur í mark. Ljósmynd/Laugavegshlaupið

Arnar Pétursson vann Laugavegshlaupið í ár en hann hljóp 55 kílómetra leiðina á 04:04:53. 

Í öðru sæti varð Andrew Douglas sem skilaði sér í mark fjórum mínútum á eftir Arnari. 

Fyrst kvenna var Andrea Kolbeinsdóttir sem kom í mark á tímanum 04:33:07. Á síðasta ári varð hún fyrst kvenna til að hlaupa Laugaveginn á minna en fimm klukkustundum.

Klukkan hálf þrjú höfðu 33 komið í mark af 545 keppendum.

Andrea Kolbeinsdóttir að koma í mark á mettíma í fyrra.
Andrea Kolbeinsdóttir að koma í mark á mettíma í fyrra. Ljósmynd/Laugavegshlaupið
Arnar hefur verið ánægður með árangurinn í ár.
Arnar hefur verið ánægður með árangurinn í ár. Ljósmynd/Laugavegshlaupið
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert