Sló sitt eigið heimsmet í þriðja sinn

Heimsmetshafinn Sydney McLaughlin með verðlaunapeninginn sinn.
Heimsmetshafinn Sydney McLaughlin með verðlaunapeninginn sinn. AFP

Hin 22 ára gamla heimakona Sydney McLaughlin vann gull og sló sitt eigið heimsmet í þriðja skiptið á 12 mánuðum með ótrúlegri frammistöðu í 400 metra grindahlaupi á heimsmeistaramótinu í frjálsíþróttum í Eugene í Bandaríkjunum í nótt. 

Hún náði þeim magnaða árangri að hlaupa undir 51 sekúndu er hún kom í mark á tímanum 50,68 sekúndur. Það er bæting um 0,73 sekúndur. 

Sydney McLaughlin stekkur yfir hindrun.
Sydney McLaughlin stekkur yfir hindrun. AFP

McLaughlin á síðustu fjögur heimsmet. 

Fyrst hljóp hún á tímanum 51,90 sekúndur í Eugene í fyrra. 

Svo 51,46 sekúndur í Tókýó í fyrra. 

Svo 51,41 sekúnda í Eugene í lok júní í ár. 

Og núna loks 50,68 sekúndur.

Hollendingurinn Femke Bol kom önnur í mark á tímanum 52,27 sekúndur. Þriðja var svo landi McLaughlin, Daliah Muhammed sem kom í mark á tímanum 53,13 sekúndur. 

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert