Sautján ára sló þrettán ára gamalt heimsmet

David Popovici fagnar metinu í gær.
David Popovici fagnar metinu í gær. AFP/Alberto Pizzoli

Rúmenski sundmaðurinn David Popovici gerði sér lítið fyrir og sló þrettán ára gamalt heimsmet Brasilíumannsins Cesar Filho í 100 metra skriðsundi á Evrópumótinu í sundi í Róm í gær.

Popovici, sem er aðeins 17 ára, synti vegalengdina á 46,86 sekúndum og sló metið um fimm hundraðshluta úr sekúndu. Framfarir rúmenska táningsins hafa verið magnaðar, því árið 2021 var besti tíminn hans í greininni 49,9 sekúndur.

Héldu margir að met hins brasilíska Filho yrði aldrei slegið, en hann setti metið í sundgalla sem hefur síðan verið bannaður. Brasilíumaðurinn setti metið í sömu laug í Róm.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert