Tvær konur hafa kært George Foreman, fyrrverandi heimsmeistara í þungavigt í boxi, fyrir kynferðisofbeldi í sinn garð á áttunda áratug síðustu aldar.
Báðar segjast þær hafa hitt Foreman sem börn í gegnum feður sína, sem voru báðir samstarfsfélagar hans í tengslum við boxið.
Önnur konan sakar Foreman um að lokka sig þegar hún var átta ára og hafa samræði við sig þegar hún var 15 ára.
Hin konan sakaði hann um kynferðisofbeldi og nauðgun þegar hún var 15 og 16 ára gömul.
Konurnar, sem er nú báðar á sjötugsaldri, kærðu hinn 73 ára gamla Foreman í sitt hvoru lagi í Los Angeles á miðvikudag og kröfðust skaðabóta.
Foreman hafnar ásökununum.