Íslandsmeistarar í ofursprettþraut

Sigurlaug Helgadóttir og Stefán Karl Sævarsson fögnuðu sigri í dag.
Sigurlaug Helgadóttir og Stefán Karl Sævarsson fögnuðu sigri í dag. Ljósmynd/Þríþrautarsamband Íslands

Íslandsmótið í ofursprettþraut fór fram í morgun við frábærar aðstæður í og við Vatnaveröld í Reykjanesbæ. Mótið var jafnframt síðasta stigamótið í bikarkeppni sumarsins. Keppt var á sömu braut og síðustu 10 ár og vegalengdin var 400m sund, 10km hjól (4 hringir) og 2,5km hlaup.

Í kvennaflokki varð Sigurlaug Helgadóttir Íslandsmeistari á tímanum 37:49, í öðru sæti varð Kristín Laufey Steinadóttir á tímanum 39:00 og þriðja sæti varð Sonja Símonardóttir á tímanum. 42:00. Þær keppa allar fyrir Ægi.

Í karlaflokki varð Stefán Karl Sævarsson Íslandsmeistari á tímanum 32:02, annar varð Bjarni Jakob Gunnarson á tímanum 33:28 en þeir keppa báðir fyrir Breiðablik. Þriðji varð Geir Ómarsson úr Ægi á tímanum 33:48.

Í byrjendaflokki sigruðu Sara Árnadóttir og Nökkvi Norðfjörð, bæði úr Ægi. Endanleg úrslit í bikarkeppni sumarsins eru eftirfarandi:

Kvennaflokkur
1. Sigurlaug Helgadóttir Ægir 196
2. Sædís Björk Jónsdóttir Ægir 116
3. Helen Ólafsdottir Ægir 104

Karlaflokkur
1. Sigurður Örn Ragnarsson Breiðablik 200
2. Stefán Karl Sævarsson Breiðablik 162
3. Geir Ómarsson Ægir 130

Ægir sigraði stigakeppni félaga, Breiðablik varð í öðru sæti og Sundfélag Hafnarfjarðar í þriðja sæti. 

Sigurvegarar helgarinnar í karla- og kvennaflokki.
Sigurvegarar helgarinnar í karla- og kvennaflokki. Ljósmynd/Þríþrautarsamband Íslands
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert