Ástæðan fyrir því að fólk upplifir kulnun

„Þetta er búið að vera langt og erfitt tímabil,“ sagði langhlauparinn Arnar Pétursson í Dagmálum, frétta- og menningarlífsþætti Morgunblaðsins. 

Arnar, sem er 31 árs gamall, eignaðist sitt fyrsta barn, Sölku Sigrúnu, í mars á þessu ári ásamt sambýliskonu sinni Söru Björk Þorsteinsdóttur.

Þrátt fyrir að fjölskyldan sé nú í fyrsta sæti hjá Arnari fagnaði hann sigri í bæði Reykjavíkurmaraþoninu sem og í Laugavegshlaupinu í júlí.

„Álagið var meira núna þar sem að við erum komin með barn og ég fann að taugakerfið var orðið ansi þreytt þarna undir restina á tímabilinu,“ sagði Arnar.

„Ef þú tekur þér aldrei frí frá neinu þá hættir taugakerfið þitt að svara og þá fer fólk að upplifa þessa kulnun,“ sagði Arnar meðal annars.

Viðtalið við Arnar í heild sinni má nálgast með því að smella hér.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert