Langhlauparinn Andrea Kolbeinsdóttir hafnaði í öðru sæti í 50 km utanvegahlaupi sem fram fór í Crans Montana í Sviss í gær.
Andrea hljóp vegalengdina á 5 klukkutímum, 28,51 mínútum og var 29 mínútum á eftir sigurvegaranum, Mirjam Niederberger frá Sviss, en hinsvegar rúmum 25 mínútum á undan Josepha Seydoux frá Sviss sem hafnaði í þriðja sæti. Keppendur voru 132.
Elísabet Margeirsdóttir hljóp 100 kílómetra á sama stað á föstudaginn og hafnaði þar í fimmta sæti af 55 keppendum á 17 klukkutímum, 46,08 mínútum.