Tekur Heimir við landsliði Jamaíka?

Heimir Hallgrímsson.
Heimir Hallgrímsson. mbl.is/Eggert Jóhannesson

Heimir Hallgrímsson er sagður ætla að taka við karlalandsliði Jamaíka í knattspyrnu.

Fram kemur í þarlendum fjölmiðli að hann verði kynntur til sögunnar sem nýr landsliðþjálfari á föstudaginn.

Heimir, sem er fyrrverandi landsliðsþjálfari Íslands, þjálfaði áður katarska 1. deildarliðið Al-Arabi. Hann var Eyjamönnum til halds og trausts í Bestu deildinni í sumar.

Jamaíka er í 62. sæti á heimslista FIFA en Ísland er sæti neðar, eða í því 63. 

Jamaíka leikur næst vináttuleik við Argentínu í bandaríska ríkinu New Jersey 27. september. 

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert