Fjórir keppendur í Bakgarðs Náttúruhlaupinu í Heiðmörk hafa nú verið á hlaupum í rúman sólarhring.
Í bakgarðshlaupinu hlaupa þátttakendur 6,7 kílómetra hring á hverjum klukkutíma og er hver hringur ræstur á heila tímanum. Sá sem hleypur flesta hringi stendur uppi sem sigurvegari en hann er sá eini sem klárar hlaupið. Eins og segir eru nú fjórir keppendur eftir en í byrjun hlaupsins voru þeir 211.
Klukkan níu í morgun hófu keppendur sinn tuttugasta og fimmta hring. Sex fóru af stað en fjórir eru nú eftir í brautinni.
Eftir eru:
Marlena Radziszewska
Sif Sumarliðadóttir
Guðjón Sigurðsson
Kristján Svanur Eymundsson
Nú er 25. hringurinn hafinn og fóru 6 af stað í upphafi en 4 eru eftir í braut. Eftir eru: Marlena Radziszewska Sif...
Posted by Bakgarður Náttúruhlaupa on Sunnudagur, 18. september 2022