Hlauparinn Kristján Svanur Eymundsson er kominn í mark í Bakgarðshlaupi Náttúruhlaupa í Heiðmörk og hefur því unnið hlaupið en hann stóð einn eftir á 32. hring.
Kristján hljóp því alls 214,4 kílómetra, en hlaupið hófst klukkan 9 í gærmorgun.
„Tek ég ekki einn hring í viðbót?“ sagði Kristján í gríni þegar hann kom í mark. Þakkaði hann síðan fyrir stuðninginn áður en haldið var inn úr rigningunni.