Evrópumótið í pílu fer fram dagana 27. september - 1. október í Gandia á Spáni og taka landslið karla og kvenna, sem eru skipuð fjórum leikmönnum hvort, þátt fyrir Íslands hönd. Þau eru komin til Spánar og hefjast leikar á morgun.
41 þjóð er skráð til leiks í flokki karla og 35 þjóðir í flokki kvenna.
Keppendur leika í liðakeppni, einmenning 501 og svo tvímenning en allir leikmenn safna jafnframt stigum fyrir Ísland í hverjum leik, í heildarkeppni þjóða.
Landslið karla á EM 2022:
Hörður Guðjónsson (PG)
Karl Helgi Jónsson (PFR)
Pétur Rúðrik Guðmundsson (PG)
Haraldur Birgisson (PFH)
Þjálfari: Kristján Sigurðsson (PFR)
Landslið kvenna á EM 2022:
Árdís Guðjónsdóttir (PG)
Kristín Einarsdóttir (PR)
Ingibjörg Magnúsdóttir (PFH)
Svana Hammer (PG)
Liðstjóri: Sandra Guðlaugsdóttir (PG)