Fyrsti sigur Fjölnis kom í Laugardal

Styrmir Maack og Jón Helgason eigast við í leik liðanna …
Styrmir Maack og Jón Helgason eigast við í leik liðanna fyrr í haust. mbl.is/Hákon Pálsson

Fjöln­ir vann sinn fyrsta sig­ur í úr­vals­deild karla í ís­hokkí, Hertz-deild­inni, í kvöld þegar liðið heim­sótti SR í Skauta­höll­ina í Laug­ar­dal.

Leikn­um lauk með 3:2-sigri Fjöln­is þar sem þeir Hilm­ar Sverris­son, Viggó Hlyns­son og Vikt­or Svavars­son skoruðu mörk Fjöln­is.

Bjarki Jó­hann­es­son og Sölvi Atla­son skoruðu mörk SR í leikn­um en eft­ir sig­ur­inn er Fjöln­ir með 4 stig í öðru sæti deild­ar­inn­ar en SR er áfram á toppn­um með 8 stig.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert