Fjölnir vann sinn fyrsta sigur í úrvalsdeild karla í íshokkí, Hertz-deildinni, í kvöld þegar liðið heimsótti SR í Skautahöllina í Laugardal.
Leiknum lauk með 3:2-sigri Fjölnis þar sem þeir Hilmar Sverrisson, Viggó Hlynsson og Viktor Svavarsson skoruðu mörk Fjölnis.
Bjarki Jóhannesson og Sölvi Atlason skoruðu mörk SR í leiknum en eftir sigurinn er Fjölnir með 4 stig í öðru sæti deildarinnar en SR er áfram á toppnum með 8 stig.