Myndir: Blikar fögnuðu titlinum með flugeldasýningu

Það var boðið upp á flugeldasýningu í Kópavoginum í kvöld.
Það var boðið upp á flugeldasýningu í Kópavoginum í kvöld. Ljósmynd/Kristinn Steinn

Stuðnings­menn Breiðabliks fjöl­menntu á Kópa­vogs­völl í kvöld þegar liðið tók á móti KR í efri hluta Bestu deild­ar karla í knatt­spyrnu til þess að fagna fyrsta Íslands­meist­ara­titli karlaliðsins í tólf ár.

Breiðablik tryggði sér Íslands­meist­ara­titil­inn á mánu­dag­inn var þegar Stjarn­an lagði Vík­ing úr Reykja­vík að velli í Garðabæn­um en eft­ir leik­inn var ljóst að ekk­ert lið gæti náð Breiðablik að stig­um í síðustu þrem­ur um­ferðunum.

Það var því mikið um dýrðir á Kópa­vogs­velli í kvöld þar sem stuðnings­menn liðsins fjöl­menntu og var meðal ann­ars blásið til flug­elda­sýn­ing­ar fyr­ir leik.

Leikmenn KR stóðu heiðursvörð fyrir Íslandsmeistarana.
Leik­menn KR stóðu heiðursvörð fyr­ir Íslands­meist­ar­ana. Ljós­mynd/​Krist­inn Steinn

Þá stóðu leik­menn KR heiðursvörð fyr­ir Blika þegar liðið gekk út á völl­inn en KR-ing­ar gerðu sér lítið fyr­ir og lögðu Blika að velli í kvöld með einu marki gegn engu.

Þetta var fyrsta tap Breiðabliks á heima­velli í deild­inni síðan 2. maí árið 2021 þegar liðið tapaði ein­mitt fyr­ir KR og þá var þetta fyrsti heima­leik­ur liðsins í sum­ar þar sem liðinu mistekst að skora mark.

Þrátt fyr­ir tapið var góð stemn­ing á Kópa­vogs­velli enda í annað sinn í sögu fé­lags­ins sem karlalið fé­lags­ins verður Íslands­meist­ari.

Ljós­mynd­ar­inn Krist­inn Steinn Trausta­son var á Kópa­vogs­velli í kvöld og fangaði stemn­ing­una hjá leik­mönn­um og stuðnings­mönn­um Blika.

Það var boðið upp á flugeldasýningu í Kópavoginum í kvöld.
Það var boðið upp á flug­elda­sýn­ingu í Kópa­vog­in­um í kvöld. Ljós­mynd/​Krist­inn Steinn
Ljós­mynd/​Krist­inn Steinn
Ljós­mynd/​Krist­inn Steinn
Ljós­mynd/​Krist­inn Steinn
Ljós­mynd/​Krist­inn Steinn
Ljós­mynd/​Krist­inn Steinn
mbl.is

Íslenski fótboltinn

Meira
L U J T Mörk +/- Stig
1 Frakkland 2 2 0 0 4:2 2 6
2 Noregur 2 1 0 1 2:2 0 3
3 Ísland 2 0 1 1 2:3 -1 1
4 Sviss 2 0 1 1 1:2 -1 1
25.02 Frakkland 3:2 Ísland
25.02 Noregur 2:1 Sviss
21.02 Frakkland 1:0 Noregur
21.02 Sviss 0:0 Ísland
04.04 16:45 Ísland : Noregur
04.04 19:00 Sviss : Frakkland
08.04 16:45 Ísland : Sviss
08.04 18:00 Noregur : Frakkland
30.05 18:00 Noregur : Ísland
30.05 19:10 Frakkland : Sviss
03.06 18:00 Ísland : Frakkland
03.06 18:00 Sviss : Noregur
urslit.net
Fleira áhugavert

Íslenski fótboltinn

Meira
L U J T Mörk +/- Stig
1 Frakkland 2 2 0 0 4:2 2 6
2 Noregur 2 1 0 1 2:2 0 3
3 Ísland 2 0 1 1 2:3 -1 1
4 Sviss 2 0 1 1 1:2 -1 1
25.02 Frakkland 3:2 Ísland
25.02 Noregur 2:1 Sviss
21.02 Frakkland 1:0 Noregur
21.02 Sviss 0:0 Ísland
04.04 16:45 Ísland : Noregur
04.04 19:00 Sviss : Frakkland
08.04 16:45 Ísland : Sviss
08.04 18:00 Noregur : Frakkland
30.05 18:00 Noregur : Ísland
30.05 19:10 Frakkland : Sviss
03.06 18:00 Ísland : Frakkland
03.06 18:00 Sviss : Noregur
urslit.net
Fleira áhugavert