Fjórir eru framar vonum

Róbert Kristmannsson þjálfari, Valgarð Reinhardsson, Hildur Maja Guðmundsdóttir, Thelma Aðalsteinsdóttir, …
Róbert Kristmannsson þjálfari, Valgarð Reinhardsson, Hildur Maja Guðmundsdóttir, Thelma Aðalsteinsdóttir, Jónas Ingi Þórisson og Ferenc Kováts þjálfari. Ljósmynd/FSÍ

Heimsmeistaramótið í áhaldafimleikum hefst í Liverpool á Englandi í dag. Ísland sendir fjóra keppendur til leiks. Fulltrúar Íslands hlutu fjölþrautarsæti eftir góðan árangur á Evrópumótinu í áhaldafimleikum í ágúst síðastliðnum.

Í kvennaflokki verða Hildur Maja Guðmundsdóttir og Thelma Aðalsteinsdóttir fulltrúar Íslands. Í karlaflokki verða þeir Jónas Ingi Þórisson og Valgarð Reinhardsson okkar fulltrúar. Öll koma þau úr Fimleikafélaginu Gerplu.

Landsliðsþjálfararnir Ferenc Kováts og Róbert Kristmannsson eru með okkar fólki í Liverpool. Róbert sagði í samtali við Morgunblaðið að það færi vel um hópinn.

„Við erum á stað þar sem breska meistaramótið hefur verið haldið síðan árið 2011. Keppnishöllin er í næsta húsi við hótelið en hér eru hótel allt í kring og keppnissvæðið er sett upp þannig að öll umgjörð er fyrsta flokks. Þau eru með allt upp á tíu hér í Liverpool,“ sagði Róbert.

Róbert sagði Alþjóðafimleikasambandið í fyrsta sinn í ár hafa sett upp strangt úrtökuferli fyrir heimsmeistaramótið.

Viðtalið við Róbert má lesa í heild sinni á íþróttasíðum Morgunblaðsins í dag.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert