SA treysti stöðu sína á toppnum

Gunnar Arason í leik SA og SR í vor. Gunnar …
Gunnar Arason í leik SA og SR í vor. Gunnar skoraði 2 mörk í góðum sigri SA á SR á Akureyri í gær. Ljósmynd/Þórir Tryggvason

SA vann 3:1 heimasigur á SR í toppslag úrvalsdeildar karla í íshokkí á Akureyri í gær. Með sigrinum treysti SA stöðu sína á toppi deildarinnar. SA er með 12 stig að loknum fimm leikjum, fjórum stigum meira en SR sem leikið hefur sex leiki. Fjölnir rekur lestina með fjögur stig.

Gunnar Arason kom heimamönnum yfir strax eftir um tuttugu sekúndur. Styrmir Maack jafnaði fyrir gestina úr SR um miðjan fyrsta leikhluta. Rúmlega tveimur mínútum síðar kom Baltasar Hjálmarsson SA 2:1 yfir. Staðan eftir fyrsta leikhluta 2:1 SA í vil.

Ekkert mark var skorað í öðrum leikhluta en í upphafi þess þriðja skoraði Gunnar Arason sitt annað mark í leiknum og þriðja mark SA. Þar við sat. Lokatölur 3:1.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert