Heimsmeistaramótið í utanvegahlaupum stóð yfir í nótt í Chang Mai í Taílandi þar sem allir sterkustu keppendur heims tóku þátt. Keppt var í 40km og 80km hlaupum. Tíu Íslendingar tóku þátt á mótinu.
Í 40km kvenna kom Andrea Kolbeinsdóttir, sem fyrir mótið var í 8. sæti ranking-listans, 21. í mark á tímanum 4:14:08. Íris Anna Skúladóttir kom 55. í mark á tímanum 5:01:08 og Sigþóra Brynja Kristjánsdóttir var 59. á tímanum 5:13:46.
Denisa Ionela Dragomir frá Rúmeníu kom fyrst í mark á tímanum 3:49:23.
Í 40km karla kom Halldór Hermann Jónsson 67. í mark á tímanum 4:31:57. Þórólfur Ingi Þórsson var 72. með tímann 4:36:24. Norðmaðurinn Stian Hovind Angermund kom fyrstur í mark á tímanum 3:08:29.
Í 80km karla kom Þórbergur Ingi Jónsson 42. í mark á tímanum 8:45:47. Þorsteinn Roy Jóhannsson kom 72. í mark á tímanum 9:42:21 og Sigurjón Ernir Sturluson kom 83. í mark á tímanum 10:34:14. Bandaríkjamaðurinn Adam Peterman kom fyrstur í mark á tímanum 7:15:53.
Í 80km kvenna kom Rannveig Oddsdóttir 54. í mark á tímanum 11:39:40 og Elísabet Margeirsdóttir 57. á tímanum 11:53:42. Sú franska Blandine Lhirondel kom fyrst í mark á tímanum 8:22:14.