Guðlaug Edda Hannesdóttir hafnaði í 28. sæti á síðasta mótinu fyrir lokamótið í heimsmeistaramótaröðinni í þríþraut á Bermúda.
Á mótinu var keppt í ólympískri þraut. Guðlaug var í 30. sæti eftir 1.500 metra sjósund og vann sig upp um átta sæti eftir 40 km hjólalegg í erfiðri hjólabraut. Hún gaf aðeins eftir í 10 km hlaupi og hafnaði að lokum í 28. sæti.
Guðlaug hlaut 122 stig á úrtakslistanum fyrir ólympíuleikana 2024 en það eru flest stig sem hún hefur hlotið fyrir keppni á ferlinum.
Guðlaugu var raðað í 40. sæti á styrkleikalista af 47 keppendum.
Sigurvegari varð heimakonan og ólympíumeistarinn Flora Duffy. Taylor Knibb frá Bandaríkjunum varð önnur en hún varð heimsmeistari í hálfum járnmanni í október síðastliðinn. Beth Potter frá Bretlandi varð þriðja.