Þrír Íslendingar verða á meðal keppenda á heimsmeistaramótinu í kraftlyftingum sem hefst í Viborg í Danmörku á mánudaginn.
Sóley Margrét Jónsdóttir keppir í +84 kg flokki en hún er að keppa á HM í fjórða sinn. Alex Cambray Orrason keppir í -93 kg flokki en hann er á leið á sitt fyrsta heimsmeistaramót.
Þá verður Guðfinnur Snær Magnússon eini Íslendingurinn í +120 kg flokki þar sem Júlían J. K. Jóhannsson þurfti að draga sig úr keppni vegna meiðsla.
Alex Cambray keppir fyrstur Íslendinganna eða 16. nnóvember og Sóley og Guðfinnur keppa 19. nóvember.