Íslandsmetið í blönduðu boðsundi 4x50 metra féll í dag á Íslandsmeistaramótinu í sundi í 25 metra laug á Ásvöllum.
Sveit SH sló metið en sveitin synti á tímanum 1:47,21. SH átti einnig gamla metið en það var 1:47,55.
Sveit SH skipa þau Símon Elías Statkevicius, Steingerður Hauksdóttir, Kristín Helga Hákonardóttir og Daði Björnsson.