Á morgun, laugardaginn 3. desember, stendur Íþróttasamband fatlaðra að Paralympic-deginum í frjálsíþróttahöllinni í Laugardal.
Viðburðurinn hefst klukkan 13 en um er að ræða stóran og skemmtilegan kynningardag á íþróttum og lýðheilsu fatlaðra.
Fjöldi íþróttagreina verða kynntar og þá geta gestir og gangandi prófað fjölda greina á við bogfimi, spretthlaup blindandi, sitjandi blak og margt fleira.
Allir eru velkomnir í frjálsíþróttahöllina á laugardag en hér er hægt að nálgast viðburðinn á Facebook.
Íþróttasamband fatlaðra hefur haldið Paralympic-daginn frá árinu 2016, þó með hléum vegna kórónuveirufaraldursins.
„Þetta er fyrsti Paralympic-dagurinn eftir heimsfaraldurinn og verður ánægjulegt að geta tekið á móti gestum um helgina og kynnt þar íþrótta- og lýðheilsustarfsemi fatlaðra,“ segir meðal annars í tilkynningu frá Íþróttasambandi fatlaðra.