Heimsmeistaramótið í borðtennis árið 2025 verður haldið í Doha í Katar.
Þetta tilkynnti Alþjóða borðtennissambandið á heimasíðu sinni í vikunni en valið stóð á milli Doha í Katar annarsvegar og Alicante á Spáni hins vegar.
57 stjórnarmeðlimir Alþjóða borðtennissambandsins kusu Katar á meðan 39 kusu Spán og því mun mótið fara fram í Katar eftir þrjú ár.
Heimsmeistaramót karla í knattspyrnu stendur nú yfir í Katar en Alþjóða knattspyrnusambandið, FIFA, hefur verið harðlega gagnrýnt fyrir að halda mótið í landinu.
Samkynhneigð er bönnuð í Katar og hafa ýmis mannréttindasamtök gagnrýnd landið harðlega undanfarin ár.
Fjöldi stórmóta hefur hins vegar farið fram í Katar að undanförnu, þar á meðal HM i handbolta, HM í sundi og HM í frjálsum íþróttum.