Allir sem fengu atkvæði í kjörinu

Ómar Ingi Magnússon tekur við verðlaunagripnum úr hendi Tómasar Þórs …
Ómar Ingi Magnússon tekur við verðlaunagripnum úr hendi Tómasar Þórs Þórðarsonar formanns Samtaka íþróttafréttamanna. mbl.is/Hákon Pálsson

Alls fengu 27 íþróttamenn atkvæði í kjöri Samtaka íþróttafréttamanna á íþróttamanni ársins 2022.

Átta þjálfarar fengu atkvæði í kjörinu á þjálfara ársins og átta lið voru nefnd til sögunnar í kjörnu á liði ársins. Hér kemur heildarröðin í öllum kosningunum ásamt atkvæðatölunum:​

ATKVÆÐATÖLURNAR Í KJÖRINU Á ÍÞRÓTTAMANNI ÁRSINS

1. Ómar Ingi Magnússon, handknattleikur,Magdeburg (Þýskalandi) 615

2. Glódís Perla Viggósdóttir, knattspyrna, Bayern München (Þýskalandi) 276

3. Gísli Þorgeir Kristjánsson, handknattleikur, Magdeburg (Þýskalandi) 273

4. Guðmundur Ágúst Kristjánsson, golf, Golfklúbbi Kópavogs og Garðabæjar 172

5. Anton Sveinn McKee, sund, Sundfélagi Hafnarfjarðar 164

6. Sandra Sigurðardóttir, knattspyrna, Val 136

7. Elvar Már Friðriksson, körfuknattleikur, Rytas (Litháen) 85

8. Kristín Þórhallsdóttir, kraftlyftingar, ÍA  73

9. Tryggvi Snær Hlinason, körfuknattleikur, Zaragoza (Spáni)  65

10.-11. Hilmar Örn Jónsson, frjálsíþróttir, FH 62

10.-11. Viktor Gísli Hallgrímsson, handknattleikur, Nantes (Frakklandi) 62

12. Sveindís Jane Jónsdóttir, knattspyrna, Wolfsburg (Þýskalandi) 50

13-14. Perla Sól Sigurbrandsdóttir, golf, Golfklúbbi Reykjavíkur 43

13-14. Snorri Einarsson, skíðaganga, Skíðafélaginu Ulli 43

15. Bjarki Már Elísson, handknattleikur, Veszprém (Ungverjalandi) 30

16. Hákon Arnar Haraldsson, knattspyrna, FC Köbenhavn (Danmörku) 26

17. Dagný Brynjarsdóttir, knattspyrna, West Ham (Englandi) 24

18. Guðni Valur Guðnason, frjálsíþróttir, ÍR 19

19.-20. Sóley Margrét Jónsdóttir, kraftlyftingar, Breiðabliki 9

19.-20. Thelma Aðalsteinsdóttir, fimleikar, Gerplu 9

21. Thelma Björg Björnsdóttir, sund fatlaðra, ÍFR 6

22.-24. Eygló Fanndal Sturludóttir, ólympískar lyftingar, Lyftingafélagi Reykjavíkur 5

22.-24. Guðlaug Edda Hannesdóttir, þríþraut, Fjölni 5

22.-24. Hilmar Snær Örvarsson, skíði fatlaðra, Víkingi Reykjavík 5

25. Jóhann Berg Guðmundsson, knattspyrna, Burnley (Englandi) 3

26. Valgarð Reinhardsson, fimleikar, Gerplu 2

27. Guðrún Brá Björgvinsdóttir, golf, Golfklúbbnum Keili 1

​ATKVÆÐATÖLURNAR Í KJÖRINU Á ÞJÁLFARA ÁRSINS

1. Þórir  Hergeirsson, þjálfari norska kvennalandsliðsins í handknattleik 138

2. Snorri Steinn Guðjónsson, þjálfari karlaliðs Vals í handknattleik 82

3.-4. Óskar Hrafn Þorvaldsson, þjálfari karlaliðs Breiðabliks í knattspyrnu 23

3-4. Guðmundur Þ. Guðmundsson, þjálfari karlalandsliðs Íslands í handknattleik 23

5. Pétur Pétursson, þjálfari kvennaliðs Vals í knattspyrnu 7

6. Rúnar Ingi Erlingsson, þjálfari kvennaliðs Njarðvíkur í körfuknattleik 4

7.-8. Finnur Freyr Stefánsson, þjálfari karlaliðs Vals í körfuknattleik 1

7.-8. Þorsteinn Halldórsson, þjálfari kvennalandsliðs Íslands í knattspyrnu 1

​ATKVÆÐATÖLURNAR Í KJÖRINU Á LIÐI ÁRSINS

1. Valur, meistaraflokkur karla í handknattleik 111

2. Íslenska karlalandsliðið í handknattleik 85

3. Íslenska kvennalandsliðið í knattspyrnu 19

4.-5. Breiðablik, meistaraflokkur karla í knattspyrnu 16

4.-5. Valur, meistaraflokkur kvenna í knattspyrnu 16

6. Íslenska karlalandsliðið í körfuknattleik 14

7. Íslenska kvennalandsliðið í hópfimleikum  11

8. Njarðvík, meistaraflokkur kvenna í körfuknattleik 7

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert