Haraldur íþróttaeldhugi ársins

Haraldur Ingólfsson á sviðinu í Hörpu í kvöld með verðlaunin.
Haraldur Ingólfsson á sviðinu í Hörpu í kvöld með verðlaunin. mbl.is/Hákon

Haraldur Ingólfsson frá Akureyri var útnefndur íþróttaeldhugi ársins 2022 af Íþróttasambandi Íslands en þetta var tilkynnt í hófi Samtaka íþróttafréttamanna í Hörpu í kvöld.

Verðlaunin eru afhent í fyrsta skipti en Haraldur fær þau fyrir mikið sjálfboðastarf fyrir Þór og Þór/KA á Akureyri í fótbolta, handbolta og körfubolta.

Þrír sjálfboðaliðar voru valdir úr hundruðum tilnefndra. Hin tvö voru Friðrik Þór Óskarsson úr ÍR og Þóra Guðrún  Gunnarsdóttir úr Birninum.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert