„Svo gerist lítið“

„Það er talað þannig að það sé mikil vinna í gangi á bak við tjöldin en svo gerist lítið,“ sagði Hörður Snævar Jónsson, fréttastjóri íþrótta hjá Torgi, í íþróttauppgjöri Dagmála þegar rætt var um nýja þjóðarleikvanga fyrir afreksíþróttafólk landsins.

Laugardalshöll er á undanþágu frá bæði Alþjóðakörfuboltasambandinu og Alþjóðahandboltasambandinu.

Laugardalshöll.
Laugardalshöll. mbl.is/Ófeigur Lýðsson

Orðinn úreltur

Þá er Laugardalsvöllur, heimavöllur knattspyrnulandsliða Íslands, einnig orðinn úreltur og hefur lengi verið kallað eftir nýjum þjóðarhöllum innan íþróttahreyfingarinnar.

„Þjóðarhöllin liggur að mestu leyti hjá ríki og borg,“ sagði Hörður.

„Þar virðist taka langan tíma að koma einhverju í verk,“ bætti Hörður Snævar við.

Áramótaþátt og íþróttauppgjör Dagmála í heild sinni má nálgast með því að smella hér.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert