Leikmaður Buffalo Bills þungt haldinn á spítala

Leikmaðurinn er þungt haldinn á spítala.
Leikmaðurinn er þungt haldinn á spítala. AFP/Dylan Buell

Damar Hamlin, leikmaður Buffalo Bills í NFL deildinni í amerískum fótbolta, er þungt haldinn á spítala eftir atvik í leik gegn Cincinnati Bengals í gærkvöldi. 

Hamlin fékk mikið högg á sig eftir harkalegt samstuð við leikmann Bengals. Eftir að hafa staðið upp hneig hann svo til jarðar og ekki leið á löngu þar til starfsfólk á hliðarlínunni hljóp inn á völlinn og endurlífgunartilraunir voru reyndar. 

Frá leiknum í gærkvöldi.
Frá leiknum í gærkvöldi. AFP/Kirk Irwin

Hamlin var í kjölfarið fluttur á spítala þar sem hann liggur nú þungt haldinn. Leiknum var í kjölfarið frestað.

Fjöldi aðdáenda, leikmanna og íþróttaáhugamanna hefur sent leikmanninum batakveðjur en atvikið hefur vakið umræðuna um áhættuna sem fylgir amerískum fótbolta. 

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert
Loka